top of page
Writer's pictureRitstjórn

Blúskonsert með Guðmund P og Daryl Strodes Band

Þann 3 febrúar 2023 fara fram blústónleikar með söngvurum Guðmundi Péturssyni og Daryl Strodes Band við Laugardalinn.

Daryl Strodes er Blús/R&B/Funk/Jazz söngvari og gítarleikari frá Los Angeles. Hann hefur átt lög á New York top 30 Reggae, European Danceteria Phat 50 og Top 30 Beatport auk þess að vera tilnefndur til Indipendent Music Awards í tvígang. Síðustu 20 ár hefur Daryl ferðast um heimin og kemur nú til Íslands með evrópsku blúsbandi sínu.

Guðmundur Pétursson er öllum tónlistarunnendum kunnur. Hann hefur m.a. haldið úti “Blúskonsert við Laugardalinn” sem notið hefur mikilla vinsælda. Guðmundur flytur að venju dagskrá þar sem allt getur gerst, auk þess að vera gestur með hljómsveit Strodes.

Þessi umfjöllun á uppruna sinn á Tix.is



0 comments

Comments


bottom of page