top of page
Writer's pictureRitstjórn

Óður til þeirra sem ekki þora

Karma Brigade gefur út double sided single “WAITING MAN // LOOK UP

,,LOOK UP’’ er óður til þeirra sem ekki þora í þeim tilgangi að hvetja hlustandann til þess að horfa fram á við og láta drauma sína rætast.

,,Það er mikilvægt þora, láta vaða og gera mistök til að vaxa’’ Karma Brigade. Segja má að lagið innihaldi meira “mainstream” pop sound en lögin sem hljómsveitin hefur gefið frá sér hingað til en á það þó sameiginlegt með fyrri lögum að vera kraftmikið, innihalda stóran hljóðheim og þéttan vegg af röddum.

,,WAITING MAN'' fjallar um að þora að gefa sér tíma í hlutina og halda í drauminn þrátt fyrir það að hann gæti virst langt í burtu. Að treysta ferðalaginu og sleppa öllum áhyggjum þegar maður er á góðum stað ásamt því að hafa úthald og ekki taka augun af markmiðinu.


Lagið sker sig úr hinum lögunum sem verða á næstu plötu þar sem það er meira raf poppað og eru einungis hljóðgervlar, trommuheili og rafmagnsgítar sem skapa hljóðmyndina. Þrátt fyrir það er lagið einlægt og áhrifaríkt með þéttan vegg af hljóðgervlum.

Andi plötunnar er fullur af lífi, von og spennu. Karma Brigade er gífurlega spennandi band sem mörg augu og eyru hvíla á um þessar mundir þar sem bandið mun fylgja þessari útgáfu með 9 lögum fram í næsta sumar og mun því platan innihalda 12 lög. Fyrsta útgáfa plötunnar er lagið ALIVE sem hefur hlotið góðar móttökur og er nýtt upphaf í tónlistarlegum skilningi hljómsveitarinnar.

0 comments

Comments


bottom of page