top of page
Writer's pictureRitstjórn

Það getur verið læknandi að heimsækja gamlar minningar

Svavar Viðarsson gaf út í morgun lagið sitt Gömul sár.

Lagið fjallar um hvernig gamlar minningar geta lifað lengi innra með manni og framkallað ný tár þó mörg séu árin liðin.


,,Það getur verið læknandi að heimsækja gamlar minningar stöku sinnum þó svo þær séu sárar og að leyfa sér að dvelja þar um stund í öllum þeim tilfinningum sem koma upp, þekkja þær, sættast við þær og halda svo áfram.Það er hollt og gott fyrir okkur öll að vera í tengslum við tilfinningar okkar og leyfa þeim að móta okkur í gegnum okkar lífsleið. ’’ Segir Svavar


Lagið Gömul sár ásamt texta er samið af Svavari H. Viðarssyni og sungið af Bjarna Ómari Haraldssyni og er melódísk, ljúfsár ballaða þar sem bakraddir Rakelar Páls og Vignis S. Vigfússonar fá að njóta sín.

Allir ættu að geta fundið eitthvað sem þau tengja við í laginu, sungið og jafnvel spilað með.


Þú getur hlustað á nýja lagið hans Svavars hér:

Gömul sár er þriðja lagið sem kemur út af sólóplötu sem kemur út um miðjan júlí en áður hafa komið út lagið Stjörnur og titillag plötunnar, Enginn lengur veit.


Svavar stefnir að útgáfu tónleikum á Barion og Mál & Menningu í lok sumars og hægt er að fylgjast með hans ævintýrum á instagram:


0 comments

Comments


bottom of page