top of page
Writer's pictureRitstjórn

Jóhannes Bjarki semur tónlistina beint frá hjartanu

Árið 2021 situr Jóhannes og pikkar á gítar og í þetta skiptið flæddu til hans orð samhljóða gítarnum. Nokkrum klukkustundum síðar situr Jóhannes með lagið ,,Endless Years’’ í höndunum.

Jóhannes tók ákvörðun 43 ára að aldri að læra á gítar og aðeins 4 árum seinna, 47 ára að aldri, gefur hann út lagið sitt ,,Endless Years’’.

,,Ég var ótrúlega hissa og ánægður þegar ég samdi Endless Years og leið eins og þetta gæti ekki verið eitthvað sem ég hefði búið til svona stutt kominn í minni tónlistarsköpun. Ég er yfirleitt mjög snöggur að semja lögin mín þegar mig langar til þess og þetta var þannig.’’ Jóhannes Bjarki


,,Endless Years’’ er 10. lagið sem Jóhannes semur og fjallar lagið um ástina og segist hann semja textana sína út frá eigin upplifunum og reynslum á lífsleiðinni og koma lögin hans því beint frá hjartanu.

,,Stuttu eftir að ég hafði samið lagið kom til mín 11. lagið ,,Stuck’’ og þá fannst mér eins og ég yrði að fara með þessi 2 lög í stúdíó og gefa þau út.’’ Jóhannes Bjarki


Seinnipart sumarsins 2022 fer Jóhannes með lögin til Hallgríms Jónasar Ómarssonar og sá hann um upptökur, mix, masteringu og gítarspil á lögunum og fékk hann tónlistarsnillingana Stefán Gunnarsson (Bassa) og Valgarð Óla Ómarsson (Trommur) með í þetta flotta verkefni.


Hann segist því hafa gengið inn í Stúdíóið með lögin og gítarinn en labbað út með 2 fullunnin lög með undirspili þéttrar hljómsveitar og hrósar hann því teyminu sem kom að þessum lögum með honum fyrir fagmannlegt samstarf sem honum hefði ekki dottið í hug að yrði að veruleika nokkrum árum áður.

Þú getur fylgst með Jóhannes Bjarka á samfélagsmiðlum hans hér

0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page