top of page
Writer's pictureRitstjórn

Tekur þátt í stærstu hæfileika keppni heims

Linda Hartmanns tekur þátt í World Championships of Performing Arts sem er stærsta hæfileikakeppni í heiminum í dag.

Linda átti að keppa fyrst árið 2021 en þá var covid byrjað og keppninni var aflýst það árið. Þá færðist það yfir á 2022 en þá greindist móðir Lindu með ólæknandi lungnakrabbamein og fékk hún þá leyfi til að fresta þátttöku sinni um eitt ár. það eru yfir 60 lönd sem taka þátt. Hún hefur verið haldin í heil 25 ár en

Ísland hefur aldrei verið hluti af keppninni sökum smæðar og er Linda ég því fyrsti Íslendingurinn til þess að taka þátt! ''Ég kem til með að keppa sem fulltrúi Svíþjóðar í flokki lagahöfunda og

söngvara en keppt er í fjölmörgum ólíkum listgreinaflokkum s.s. dansi, leiklist, hljóðfæraleik o.fl. Ég hlakka því mikið til að komast að því hverjir dæma í ár og er spennt fyrir því að fá að hitta listamenn sem hafa náð heimsfrægð í þessum annars erfiða bransa.'' - Linda

Keppnin nýtur mikillar virðingar og skartar heimsþekktum dómurum á hverju ári en má þar nefna Dolly Parton, Liza Minnelli og Dianne Warwick svo dæmi séu tekin. Verðlaunin eru ekki af verri endanum en samanlagt eru þau virði yfir 500.000 dollara í formi plötusamninga, skólastyrkja og verðlaunafés. Linda semur mikið af tónlist í popp stíl en einnig kántrí-, rokk- og blúslögog er nýbúin að gefa frá sér lagið ”No one like you” þann 7. apríl síðastliðinn og síðan er hún með nokkur ný lög í vinnslu sem munu koma út seinna á þessu ári.

Linda er nú í fullum undirbúning fyrir keppnina sjálfa, hún reynir því að setja ekki of mikla pressu á sig en gerir sér grein fyrir stærð keppninar. Linda þarf að greiða allan kostnað bæði flug, gistingu og þátttökugjald. Það er dýrt fyrir Skandinavíubúa að taka þátt í þessari keppni, enda langt að ferðast og hefur hún því opnar fyrir söfnun fyrir alla þá sem vilja styrkja hana í þessu ferðalagi. Hægt er að styrkja Lindu á Karolina Fund til 20 Maí 2023: https://www.karolinafund.com/project/view/5887

”Ég vil fyrst og fremst þakka þeim fyrir stuðninginn sem nú þegar hafa styrkt mig. Ég er

ólýsanlega þakklát. Ég er jákvæð á að ná upp í 100% í söfnuninni enda er þetta stórt tækifæri fyrir mig sem einstakling og fyrir íslenska tónlistarbransann.” - Linda

0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page