Íslenska listakonan Brynja gefur út nýjustu smáskífu sína „My Oh My“ þann 22. september. Smáskífan er síðasti singull af langþráðri fyrstu plötu hennar sem ber heitið ‘Repeat’ sem kemur út 20. Október, gefin út af Öldu Music.
Íslenska tónlistarkonan Brynja Bjarnadóttir gaf formlega út sína fyrstu smáskífu árið 2018 og hefur verið að setja nafn sitt á kortið síðan. Árið 2021 gaf hún út smellinn „Easier“ og lagið hennar „Fight“ var sett í íslensku Netflix-smellaröðina „Kötlu“. Hún bjó í Hollands á árunum 2017-2021 þar sem lífið var fallegt þar til kórónaveirurinn skall á og hennar biðu allskonar persónulegar áskoranir.
„Ég samdi lagið í mikilli lægð. Sambandi mínu lauk, ég var atvinnulaus, húsnæðislaus og covid kom... ég vildi koma lífi mínu aftur á réttan kjöl og taka stórar lífs ákvarðanir en það er erfitt þegar allt er í óreiðu. Þá er erfitt að vita hvar á að byrja. Ég var svo svekkt út í sjálfan mig, mér leið bara eins og hjartað mitt talaði tungumál sem ég skildi ekki." - Brynja
Smáskífan er sú síðasta af væntanlegri fyrstu plötu hennar sem ber heitið ‘Repeat’, sem kemur út með Alda Music 20. október. Fyrr á árinu gaf hún út smáskífuna „Mildly Insane“, samstarf við hollenskan tónlistarmann sem hún hitti á götum Den Haag, það kom út 19. ágúst og má finna hér
Ef tónlist Brynju væri árstíð væri það vor. Jafnvel þegar hennar dekkri hliðar eru kannaðar er von að finna. Brynja tekur á málum eins og ójafnrétti og hlýnun jarðar ásamt persónulegum áskorunum sínum og ástarlífi. Tónlist hennar skapar rými fyrir hlustendur til að spegla sig í og sætta sig við hæðir og lægðir sem hluta af lífsins vegferð.
Brynja lærði samtímadans í Listaháskóla Íslands og hljóðtækni við SAE í Amsterdam. Í Hollandi kynntist hún hópi alþjóðlegra tónlistarmanna sem urðu nánir vinir hennar og samstarfsmenn. Saman deildu þau stúdíórými þar sem mikið varð til af tónlist og minningum, meðal annars væntanleg plata hennar. Nýjustu útgáfur Brynju hafa náð góðum árangri í útvarpi sem og streymisveitum. Fylgstu með Brynju á samfélagsmiðlum hennar hér
Comments