top of page
Writer's pictureRitstjórn

Shesaid opnar á Íslandi!

Þetta vantaði svo við bjuggum það til.

18:00 ÞANN 5 NÓVEMBER, REYKJAVÍK – ICELAND 2022


Fáðu að kynnast stofnendum á opnunarpartýi Shesaid - Iceland Airwaves.


Konur íslenskrar tónlistarmenningar kynna með stolti opnun á hinu þekkta Shesaid.co samfélagi, nú fyrst á Íslandi. Opnunarpartý verður haldið á Iceland Airwaves 2022 hátíðinni.


Shesaid.co er alþjólegt samfélag kvenna og kynbundinna minnihlutahópa með þá stefnu að tengja og styrkja þá hópa sem að hafa ekki hlotið nægan stuðning með það markmið að jafna völlinn í tónlistarheiminum fyrir alla.


Opnunarpartý Shesaid mun eiga sér stað á Loft Hostel þann 5.nóvember næstkomandi. Konurnar sem standa á bak við opnun Shesaid á íslandi eru þær Anna Jóna Dungal, Hrefna Helgadóttir, Kelechi Amadi and Kim Wagenaar. Það sem að þær eiga allar sameiginlegt er að hafa eytt verulega miklum tíma erlendis þar sem þær fengu að kynnast og meta það gildi sterkra samfélaga til að deila reynslu og stuðning. Þeirra markmið er að tengja saman og skapa það samfélag hér á landi með konum í tónlistarheiminum með þá stefnu að styrkja hver aðra, viðhalda þeim tengingum sem nú eiga sér stað ásamt því að skapa nýjar tengingar. Svona samfélag hefur gríðarlega mikið gildi fyrir meðlimi þar sem að það hefur verið mikið um að konur og kynbundnir minnihluta hópur séu útilokaðir frá ýmsum samfélögum og hefur það haft gríðarleg áhrif á þeirra starfsferil. Ísland hefur sumar af virtustu tónlistarkonum heims en tónlistarsenan er þó langt frá því að vera jöfn. Ef horft er á þær prósentutölur sem aðilar frá STEF gefa út um konur sem starfa í stjórn tónlistar, vinna í tónlistaverum og framleiða tónlist þá sést að þær tölur eru enn skelfilega lágar.


Stofnendur voru sammála um að huga þyrfti að breytingum og ákváðu því að stofna samfélagið hér undir nafninu Shesaid.co á Íslandi. Alþjóðlega samfélagið hefur nú þegar rutt brautina um hvernig byggja eigi upp slíkt samfélag og er því stefna íslenska samfélagsins ekki að aðeins að styrkja okkar sambönd hérlendis heldur einnig að styrkja alþjóðleg sambönd við tónlistarmenninguna um allan heim.


Anna Jóna og Kim voru partur af 2022 Keychange frumkvöðla prógrammi þar sem þær kynntust Christine Osazuwa sem stofnaði Shesaid.so í Bretlandi. Hún tengdi þær við Kelehci sem hafði einnig verið í svipuðum hugleiðingum með Shesaid á Íslandi. Þær þrjár ákveða að nú sé fullkomin tími fyrir slíka starfsemi og hafa því samband við Hrefnu sem stígur um borð.


Á milli þeirra hafa þær unnið hjá plötufyrirtækjum, tónlistarhátíðum, umboðsskrifstofum og markaðssetningu og snert á flestum hliðum tónlistar.


‘’ Þegar ég flutti til baka til Íslands í miðjum Covid faraldri fann ég virkilega fyrir söknuð á samfélagi í kringum þá vinnu sem ég er að vinna. Þegar ég var í Keychange prógramminu og hitti Christine Osazuwa frá hinu alþjóðlega Shesaid samfélagi þá small það hjá okkur Kim að þetta var það sem vantaði í íslenska tónlistarmenningu. Öruggt samfélag fyrir konur til að tengja saman þá vinnu sem að við gerum í tónlistarheiminum.

- Anna Jóna Dungal


Þegar þær hafa samband við mig þá vissi ég strax að þetta væri einhvað sem ég tengdi við.

Ég hef unnið mest megnis með konum í mínu starfi sem listakona og verkefnisstjóri, öflugum og kröftugum konum sem hafa veitt mér mikinn innblástur í lífinu. Það gerast galdrar þegar svona verkefni smellur saman sem er sjaldgæft að finna í tónlistarheiminum en ég held að Shesaid muni opna þá heima.

- Ása Dýradóttir - Mammút


Konurnar á bak við Shesaid sendu út boð til nokkurra tengiliða í íslenska tónlistarbransanum og fengu hraðar og góðar móttökur enda margar sem finna fyrir þessari vöntun á samfélagi og voru því ekki lengi að stíga um borð. Þær konur sem eru nú komnar inn sem partur af Shesaid opnun hér á landi eru þær Álfrún Kolbrúnardóttir stofnandi Flame Productions, Inga Magnes Weisshappel sem er að opna tónlistarforlagið Wise Music Group á Íslandi, Ása Dýradóttir frá Mammút og Tónlistarborgin Reykjavík, Unnur Karen Karlsdóttir tónlistarkona og Josie Anne Gaitens frá Grapevine.



Markmið samfélagsins er að byrja 2023 með fjórum viðburðarríkum hátíðum ásamt smærri hittingum til að skapa tengingar, þessi kafli verður stýrður af 5-8 stjórnendum í tónlistarbransanum og listakonum. Aðild að samfélaginu verður opin öllum konum og kynbundina minnihlutahópa sem að vinna í tónlistarsenunni hér á landi. Meðlimir munu borga lítið árlegt aðildargjald og hafa þar með aðgang að viðburðum, tækifærum á vinnumarkaði, tengingu við alþjóðlega samfélagið ásamt ýmsu fleiru. Stefna samfélagsins er að fræða, hvetja, tengja og skemmta meðlimum félagsins og bjóða upp á tækifæri og samvinnu og auka sýnileika meðlima bæði hér á landi og erlendis - Sem mun þjóna tónlistarmenningu hér á landi með því að jafna vellin fyrir konur og kynbundinna minnihlutahópa og gera þau sýnilegri. Þú getur nálgast upplýsingar um opnunarviðburð shesaid.so Íslands þann Nov 5 kl 18 PM >> Hér Facebook grúppa: https://bit.ly/3SKWDv9

0 comments

Comments


bottom of page