top of page

Ráðgjöf og Undirbúningur útgáfu

Contact

Við erum hér til að hjálpa þér að ná þínum markmiðum.

Skref 1:
Mikilvægt er að þú sért búin að sækja um spotify for artists til þess að geta fylgst með öllu í kringum þínar útgáfur.

 

Það getur tekið 3 daga fyrir artista aðganginn að virkjast svo mikilvægt er að byrja á því áður en þú hleður lagi á streymisveitur

 

Allt sem þú þarft að vita: 

https://drop.show/en/create-profile-artist-spotify

Skref 2:

Visual er mikilvægt og getur skipt miklu máli, við mælum því með því að taka flottar artista myndir sem að endurspeglar lagið eða plötuna til að nota á spotify & fyrir markaðssetningu & útgáfu laga.

Skref 3:
Best er að hlaða laginu inn á streymisveitur 4 vikum fyrir ákveðin útgáfudag til þess að pitcha laginu inn á spotify editorial lagalista.

 

Spotify er með sína playlista þar sem þeir hleypa lögum inn á sem að þeim líst vel á en fyrirvarinn þarf að vera nógu langur til þess að komast inn á þessa playlista.

Skref 4:
Það er sterkur leikur að velja útgáfudag á föstudegi þar sem að lagið gæti komist inn á New music friday og fleiri lagalista sem eru uppfærðir á föstudögum.

Skref 5:

3-5 dögum eftir að lagi hefur verið hlaðað inn á streymisveitur er mikilvægt að athuga hvort lagið sé komið í upcoming releases á spotify og pitcha laginu þar inni með smá texta um lagið þitt til að auka líkur á að komast inn á lagalista.


Skref 6:
20 dögum fyrir útgáfu er góður tími til að undirbúa visuals fyrir markaðssetningu.

 

1. Banner með útgáfudag fyrir spotify, youtube og facebook.

2. Out now banner sem kemur í stað útgáfudags banner á útgáfudegi.

3. Artista mynd með hljóðbroti til að deila á samfélagsmiðlum og fyrir fólk að deila í story og á sínum miðlum.

4. Ef þú ert með tónlistarmyndband væri gott að undirbúa teaser.

5. Ef þú ert ekki með tónlistarmyndband væri gott að láta útbúa lyric video fyrir lagið á youtube.

Skref 7:
15-20 dögum fyrir útgáfu er tíminn til að huga að textum og sögunni á bak við lagið.

Hvaða sögu viltu segja?

Af Hverju ætti fólk að hlusta á lagið?

Hvað viljum við að sé sagt um lagið á miðlum?

Skref 8:
14 dögum fyrir útgáfu er góður tími til að pósta coming out banner í cover á spotify, youtube og facebook.

Skref 9:
10 dögum fyrir útgáfu er góður tími til að pósta fyrstu artista myndinni með hljóðbroti úr lagi og texta með útgáfudegi.

Skref 10:
7 dögum fyrir útgáfu er góður tími til að senda lagið þitt á útvarpsstöðvar í von um spilun eða viðtal.

Skref 11:
Á útgáfu degi hefst fjörið og nú byrjar einn mikilvægast kafli útgáfunnar til að stuðla að sem mestum árangri lagsins. 

 

1. Póstaðu mynd á instagram og láttu alla vita af nýja laginu þínu og að þau finni beinan link í bio (settu linkinn í bio)


2. Póstaðu link af laginu þínu og artista myndinni þinni á facebook & þína artista facebook síðu og segðu fólki söguna á bakvið lagið þitt og af hverju þau ættu að hlusta.

Skref 12:
Nú er tíminn til að senda lagið á frétta og tónlistarmiðla í von um birtingu.

Skref 13:
Á útgáfudegi er gott að senda lagið á lagalista á Spotify í von um sæti þar inni.

Skref 14:
Ef lagið þitt fær spilun í útvarpi eða birta grein og pláss á lagalistum er gott að deila því á samfélagsmiðlum sem póst og í story til þess að auka sýnileika lags og árangur lags sem að vekur upp forvitni þeirra sem með þér fylgjast.



Ef það að þig vantar þjónustu við myndefni, upplýsingar um streymisveitur og allt sem kemur að undirbúning
útgáfu þá er teymið hjá Flame Productions þér til taks!

Markaðssetning tónlistar er gríðarlega mikilvæg þegar þú gefur út lag.

Það getur skipt sköpum hve góðan árangur tónlistinn þín fær ef hún fær góða markaðssetningu og er sett fyrir framan réttann hlustenda hóp. Því er mikilvægt að undirbúa útgáfuna vel & gera markaðssetningar plan fyrir lagið eða plötuna þína og spyrja sjálfa/n þig hvert þitt markmið er.
Er það að fá sem flest listens?, downloads, views eða share's eða blog skrifuð um þína tónlist?
Næst er að undirbúa markaðssetningu í samræmi við þín markmið.

​Þú getur að sjálfsögðu sett þér fleiri en eitt markmið.


Flame productions býður uppá að gera útgáfu & markaðssetningar plan fyrir lagið þitt. 

bottom of page